Hreyfing á meðgöngu eykur vellíðan og dregur úr líkum á ýmsum líkamlegum kvillum sem algengir eru á meðgöngu.
Í vatni vegur líkaminn aðeins um 10% af eigin þyngd þess vegna er vatnið mjög gott æfingaumhverfi. Þessi litla þyngd gerir okkur kleift að hreyfa okkur með minni áreynslu í samanburði við æfingar á þurru landi og viðhalda þannig vöðvastyrk og liðleika án óæskilegs álags á stoðkerfi. Vatnið styður við líkamann og myndar mótstöðu þannig að hreyfingar verða hægari  auk þess hefur það mýkjandi áhrif á líkamann og losar spennu í vöðvum vegna blóðflæðis um þá. Blóðþrýstingur hækkar ekki eins mikið við æfingar í vatni og á þurru landi.

Tímar eru mánudaga og miðvikudaga kl. 19:10 

Námskeiðin eru í  mánaðaformi og eru í gangi frá september fram í lok maí, hægt er að koma inn í námskeið.

Fyrsta námskeið eftir sumarfrí hefst  :

mánudaginn 06. september 2021

Upplýsingar og skráning :

gsm 891-8511

netfang: birna@likamsraekt.is